Allt

Fréttir af Sjónvarpi Símans

05/12/2015 • By

Ekki er langt síðan að við uppfærðum viðmótið í Sjónvarpi Símans, þjónustu sem við erum svo stolt af enda hún heimasmíðuð af starfsfólki Símans.

Nú á þriðjudaginn bætist nýr kafli við sögu Sjónvarps Símans en þá verður opnað fyrir svokallað Pay-Per-View en þá getur notandinn keypt aðgang að stökum viðburðum heima í stofu. Fyrsti viðburðurinn í þessari þjónustu er Meistaradeild Evrópu en strax í kjölfarið verður hægt að kaupa alla leiki í Enska boltanum á þennan hátt.

Meistardeild Evrópu

En það verða ekki bara íþróttaviðburðir í Sjónvarpi Símans heldur hefur einnig átt sér stað mikið og gott þróunarsamstarf með Sinfóníuhljómsveit Íslands síðustu mánuði sem hefur leitt til þess að við getum selt aðgang að viðburðum í Eldborgarsal Hörpu til viðskiptavina um allt land.

En fjörið og nýjungarnar stoppa ekki þar því einnig eru hafnar tilraunaútsendingar með næstu kynslóð háskerpusjónvarps, svokallað UHD (Ultra HD) sem margir þekkja sem 4K. Þessar tilraunar lofa mjög góðu og munum við bjóða lokuðum hópi viðskiptavina að koma inn í tilraunaútsendingarnar innan nokkura mánaða. Efni sem aðgengilegt er í 4K upplausn er alltaf að aukast ásamt því að sjónvarpstæki sem styðja 4K eru orðin algengari á heimilum landsmanna og því tímabært að stíga þetta skref nú.

Og að lokum munum við strax eftir helgina hefja opnar prófanir fyrir viðskiptavini okkar á nýrri útgáfu af Sjónvarp Símans appinu sem virkar á tölvum, bæði Windows og OS X en hingað til hefur appið aðeins verið fáanlegt fyrir snjallsíma og spjaldtölvur með Android og iOS stýrikerfi.

Fylgist endilega með hér á blogginu, Facebook eða Twitter. Það eru ekkert nema skemmtilegar fréttir framundan.