Allt

Nýir endursöluaðilar á Austurlandi

08/10/2015 • By

Nú berast þær frábæru fréttir frá Austurlandi að nýir endursöluaðilar hafi bæst í Símafjölskylduna. Hér má sjá fjölskylduna alla á einum stað.

Launafl á Reyðarfirði og MultiTask í Neskaupstað eru nýjasta viðbótin sem þýðir að sporin eru styttri fyrir viðskiptavini Símans til að fá þjónustu og ráðgjöf en fyrir var aðeins einn endursöluaðili á svæðinu, Tölvulistinn á Egilsstöðum. Þessi ráðahagur mun því stórbæta þjónustuna í þessum fallega landsfjórðungi.

Sigurður Svansson frá Símanum og Björn Starri Júlíusson frá Launafli

Fyrir utan þessa frábæru viðbót bætist svo Rafey á Egilsstöðum í fríðan verktakahóp Símans og mun því sjá um uppsetningar og vinnu fyrir Símann á svæðinu.

Í dag verða svo starfsmenn Símans staddir í MultiTask í Neskaupstað til að veita viðskiptavinum Símans, framtíðar og núverandi ráðgjöf og tryggja að allir séu í réttum áskriftarleiðum og allt sé nú eins og það eigi að vera.

Á morgun verða ráðgjafarnir svo mættir í Launafl á Reyðarfirði með bros á vör.

DSC02400

Heimir Snær Gylfason MultiTask og Sigurður Svansson Símanum