Apple, GSM, iPhone

iPhone 6s forsalan er hafin!

02/10/2015 • By

Í dag byrjar forsalan á iPhone 6s og iPhone 6s Plus. Um takmarkað magn er að ræða en aðeins verða forseld þau tæki sem við vitum með vissu að koma til landsins í fyrstu sendingu. Tækin verða svo afhent föstudaginn 9.október eða viku síðar.

Þessi nýju tæki sem eru nú þegar komin í sölu í Bandaríkjunum hafa verið að fá frábæra dóma hjá tæknipressunni, einhverjir segja að um besta snjallsíma í heimi sé að ræða og margir lofa nýju 3D Touch virknina. Verður virkilega áhugavert að fylgjast með hvernig þeir sem þróa öpp og leiki munu nýta þá virkni ásamt því að myndavélin, sem fyrir var frábær er orðin enn betri og bíður nú upp á 4K upptöku.

iPhone 6s forsalan er í öllum verslunum Símans sem og í Vefverslun Símans.