Allt, Fróðleikur, Sjónvarp, Svona gerum við..., Tæki & Tól

Nýtt viðmót í Sjónvarpi Símans

17/09/2015 • By

Við höfum ekki bara setið sveitt síðustu vikur og mánuði að hnoða saman Heimilispakkanum heldur hafa okkar menn í Sjónvarpskerfum verið á fullu að uppfæra viðmótið í Sjónvarpi Símans. Sjónvarp Símans er nefnilega íslenskt hugvit, búið til og rekið af starfsfólki Símans. Þjónusta sem við erum ótrúlega stolt af.

Nú er loks komið að því að svipta hulunni af nýju viðmóti sem við erum satt best að segja mjög ánægð með. Það skiptir öllu máli í viðmótum sem þessum að stutt sé í þær aðgerðir sem notaðar eru mest, við viljum meina að einstaklega vel hafi tekist til við þessa uppfærslu. Einn af nýju möguleikunum, eitthvað sem margar hafa beðið um er nú mættur, hægt er að spóla enn hraðar. Svo hratt nú er engin tími til að blikka, þú gætir misst af því sem þú ætlaðir að sjá.

í dag byrjar nýja viðmótið að rúlla út til viðskiptavina Símans. Það er gert í skrefum til að tryggja að allt gangi vel og því tekur heildarferlið nokkrar vikur enda ansi margir myndlyklar frá okkur í gangi á heimilum landsins. Til að virkja nýja viðmótið er nóg að slökkva og kveikja á myndlykli með fjarstýringunni, semsagt tveir smellir. Annar til að slökkva og hinn til að kveikja.

í neðstu stiku viðmótsins má finna flýtileiðir beint í Frelsi, Útvarp,  Karaoke og það sem þitt heimili er með í leigu. 

nyrportall2

Þó að þinn myndlykill fái ekki nýja viðmótið strax í dag er bara að sýna biðlund, það kemur. Við gerum þetta hægt og rólega af ástæðu, við viljum að upplifun allra sé góð.

Á meðan beðið er eftir nýja viðmótinu má til dæmis horfa á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem verða í beinni útsendingu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld klukkan 19:30. Tónleikana má upplifa á rásum 50 og 250 (HD). Á dagskránni verða leikin nokkur dáðustu verka vínarmeistaranna Mozarts og Beethoven, það verður engin svikin af þessari skemmtun.