Allt

Segðu bless við línulega dagskrá!

15/09/2015 • By

Heimilispakki Símans sem er frábær nýjung í vöruframboði Símans er nú komin í loftið.

Fyrir 12.000 kr. á mánuði er ekki bara fjarskiptaþörfum heimiliins mætt heldur er innifalið ótrúlegt magn af frábæru sjónvarpsefni. En hvað færðu fyrir 12.000 krónur?

Heimilispakki

Í Heimilispakkanum er ekki bara Netið hjá Símanum, Endalaus heimasími (þú hringir á 0 kr. í alla heimasíma og GSM síma á Íslandi óháð kerfum) og beinir (router) heldur er fullt af efni sem hentar fyrir alla fjölskylduna.

SkjárEinn hja Símanum er ekki neinn venjulegur SkjárEinn heldur er um ólínulega þjónustu að ræða sem að breytir öllu. Segðu bara bless við línulegu dagskrána og njóttu alls þess sem að Sjónvarp Símans hefur upp á að bjóða. Frelsið er á sínum stað þannig að allir þættir sem sýndir eru á SkjárEinn bíða þín þannig að þú getur horft á þá þegar þér sýnist.

Með í Heimilispakkanum velur svo heimilið á milli þess að fá SkjárÞættir eða SkjárKrakkar. Auðvitað líka hægt að fá bæði. SkjárKrakkar er nær endalaus uppspretta af talsettu barna efni en SkjárÞættir færa heimilinu á annað þúsund klukkustunda af mörgum og stærstu þáttaröðum síðari ára, allt tilbúið til áhorfs þegar þér hentar. Allt auðvitað með íslenskum texta.

9 erlendar sjónvarpsstöðvar eru svo í pakkanum, þverskurður stöðva með úrvali af fréttum, fróðleik, skemmtun og tónlist.

Sjónvarp Símans appið sem er til fyrir iPhone, iPad og Android tæki fylgir líka með og því engin nauðsyn að vera bundin við sjónvarpið, allt efnið bíður þín líka í snjalltækinu.

Spotify Premium fylgir svo með í hálft ár en þessi risastóra tónlistarveita færir þér aðgang að yfir 30 milljón lögum og lagalistum.

Allar nánari upplýsingar auðvitað inni á siminn.is og í Þjónustuveri Símans 8007000.