Allt

SkjárEinn býður þér að fylgjast með upptökum The Voice Íslands

01/09/2015 • By

Hvað á að gera á föstudaginn? En um helgina? Nú gefst tækifæri til þess að sjá þegar Helgi, Svala, Salka og Unnsteinn velja sér hverja þau þjálfa í The Voice Ísland. Hægt að skrá sig í svokallað blind audition, eða blindraprufurnar sem svo margir þekkja úr erlendu útgáfunum, en þá mæta þátttakendur í fyrsta sinn á svið og syngja fyrir þjálfara.

Þeir sem vilja skipa áhorfendapallana geta skráð sig á vefsíðunni: www.thevoiceisland.is og hvetur SkjárEinn fólk að taka þátt og vera með.

Tökur eru rétt hafnar á þessari íslensku útgáfu raunveruleikaþáttarins The Voice. Tæplega sextíu þátttakendur mættu ásamt fríðu föruneyti aðstandenda í þær fyrstu af um helgina. Ólíkt öðrum raunveruleikaþáttum þar sem leitað er að hæfileikum eru þátttakendur valdir fyrirfram og því allir söngvararnir frambærilegir. Svali og Svavar af K100 stýra þáttunum. Þeir voru í Atlantic Studios um helgina og sjást hér baksviðs.svavar og svali á Ásbrú

svavar á ásbrú
svali á ásbrú