Spotify

Spotify lexía #8

12/08/2015 • By

Með aukinni snjalltækjavæðingu bætast við enn fleiri möguleikar til að stýra hinu og þessu. Spotify skelltu nýlega í stuðning við Android Wear, stýrikerfið sem keyrir á mörgum snjallúrum frá LG, Motorola og fleirum.

Með þessari Android Wear virkni er hægt að stýra Spotify frá úlnliðnum með einföldum skipunum á mettíma. Allt á meðan síminn er annað hvort í vasanum eða í hleðslu á öðrum stað í íbúðinni.

Áður en þessi stuðningur var fyrir hendi var einunings einföld fjarstýring í boði sem gat skipt um lög og hækkað og lækkað en nú bætast við fleiri möguleikar.

Þegar Spotify er í gangi á einhverju tæki skynjar Spotify appið í Android símanum það (ef verið er að nota sama aðganginn) og fjarstýring birtist á skjánum sjálfkrafa.
Apparat

Hér sést til dæmis á úrinu mínu að ég er að hlusta á hið frábæra Konami með Apparat Organ Quartet. Ég get stoppað lagið og sett það af stað aftur með einum smelli.

Með því að renna þessum skjá til hægri opnast svo þeir möguleikar að skipta um lag ásamt því að hækka og lækka.

play

Og með því að renna til hægri aftur opnast svo þeir möguleikar að opna sína eigin lagalista og lög sem búið er að stjörnumerkja eða til að velja einhvern af þeim fjölmörgu topplistum sem Spotify býður upp á, sjá ný útgefið efni og margt fleira.

spotify

Þaðan er þá auðvelt að skipta yfir í hvað sem er. Til dæmis að skipta yfir í hinn frábæra nýja möguleika Discover Weekly sem farið var yfir í síðustu Spotify lexíu.

Playlists

Spotify hafa ekkert sagt til um hvað þeir ætli sér að gera með stuðning fyrir Apple Watch en þó er í dag hægt að stýra Spotify með innbyggðu fjarstýringunni sem að á úrinu er. Hún opnast þó ekki sjálfkrafa eins og á Android snjallúri en hana má opna með því að opna annað hvort Remote appið beint frá app skjá eða renna upp frá skjánum á úrinu og renna til hægri þar sem fjarstýringin leynist.

Opinber stuðningur fyrir Apple Watch er þó komin á listann hjá þeim og áhugasamir geta þá sett sitt atkvæði á þann stuðning og fylgst með framvindu mála.