Spotify

Spotify lexía #7

06/08/2015 • By

Bob Geldof og félagar í The Boomtown Rats sungu I Don´t Like Mondays fyrir margt löngu. Lagið samdi Geldof árið 1979 eftir að hafa lesið um skotárás á grunnskóla í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn, 16 ára stúlka sagði ástæðuna fyrir gjörðum sínum vera að hún væri ekki hrifin af mánudögum.

Margir tengja gremju og þreytu við mánudaga þó að vissulega sé það einstaklingsbundið.

Vinir okkar hjá Spotify hafa að minnsta kosti lagt sitt af mörkum með því að gera mánudaga talsvert betri fyrir marga, að minnsta kosti þá sem nota Spotify með frábærum nýjum möguleika sem kallast Discover Weekly.

Discover Weekly er lagalisti handa þér sem uppfærður er hvern mánudag af algrímum Spotify þar sem lögin eru allt að því klæðskerasniðin að þínum tónlistarsmekk. Lögin eru valin út frá því sem að aðrir Spotify notendur eru að hlusta á. En ekki bara hvaða notendur sem er heldur þeir notendur sem deila þínum tónlistarsmekk hvaðan sem þeir eru úr heiminum.

Það er mikil list að búa til góðan lagalista, mikið af reglum sem þarf að hafa í huga. Rob Gordon úr hinni frábæru mynd High Fidelity þekkir það manna best. Spotify telja sig ná þeirri list nokkuð vel með þessari viðbót.

Lagalisti þess sem hér skrifar er til dæmis stútfullur af frábæru efni. Lögum með flytjendum sem ég bæði þekki vel og lítið og hef gleymt og því lítið sem ekkert hlustað á ásamt auðvitað flytjendum sem að ég þekki engin deili á.
Finnið ykkar Discover Weekly lagalista með því að:

  • Velja Browse
  • Velja Discover
  • Velja Discover Weekly
  • Byrja að hlusta!

Discover Weekly