Spotify

Síminn+Spotify Session

14/07/2015 • By

Spotify hafa lengi gert efni sem kallast Spotify Sessions en þar fá þeir hina og þessa tónlistarmenn til að taka lagið, oft í skrifstofuhúsnæði sínu eða á hinum og þessum stöðum og setja svo í loftið enda allt tekið upp. Fjölbreytileikinn er lykilinn að því sem þeir gera í þessum Session bálki sínum og við ákváðum að gera slíkt hið sama með íslenskum tónlistarmönnum og á Spotify er því komið efni undir heitinu Síminn+Spotify Session.

Dikta, Vök, Júníus Meyvant og Valdimar voru fengin í þetta skiptið til að koma sínu efni á stafrænt form, öll spila þau eitt lag úr eigin ranni en taka svo ábreiðu (coverlag) frá einhverjum hinna. Allt tekið upp live í Sundlauginni og Stúdíó Sýrlandi.

Dikta taka Color Decay með Júníusi Meyvant, Vök taka Thank You með Diktu, Valdimar taka Before með Vök og Júníus Meyvant gerir Næturrölt með Valdimar að sínu. Ótrúlega fallegar og ólíkar útgáfur allar saman. Við erum virkilega stolt og ánægð með þetta framlag þeirra og erum fáránlega sátt með útkomuna. Enda fátt betra í lífinu til að lyfta manni upp en góð tónlist.

Hljómsveitirnar munu svo stíga á stokk næstu laugardaga á KRÁS götumatarmarkaði í Fógetagarðinum og aldrei að vita nema að eitthvað af þessu efni heyrist þar.