Spotify

Spotify lexía #6

06/07/2015 • By

Í öllum forritum er gott að kunna hinar og þessar flýtileiðir, góðar flýtileiðir nefnilega stytta sporin og láta viðkomandi sem þær brúkar auðvitað líta út fyrir að vera afskaplega töff ofurnotandi.

Í Spotify er nóg af flýtileiðum fyrir lyklaborð, sumar afskaplega einfaldar en aðrar sem gott er að bæta í safnið.

Dæmi um nokkrar þrælmagnaðar flýtileiðir, gilda fyrir PC / Mac.

Spila og stoppa (play/pause) Spacebar / Spacebar
Hækka hljóðstyrk Control – Ör upp / Command – Ör upp
Lækka hljóðstyrk Control – Ör niður / Command – Ör niður
Hámarks hljóðstyrkur (Upp í ellefu) Control – Shift – Ör Upp / Cmd – Shift – Ör upp
Spila næsta lag Control- Hægri ör / Control – Command – Hægri ör
Spila síðasta lag Control – Vinstri ör / Control – Command – Vinstri ör
Gera nýjann lagalista Control – N / Command – N
Fara í leitarglugga Control – L / Command – L

Dæmi um fleiri flýtileiðir má svo finna hér hjá Spotify.

lyklaborð