Tæki & Tól

Moto G

26/06/2015 • By

Við getum loksins boðið uppá úrval farsíma frá okkar gamla vin Motorola. Motorola hafa lengi verið í þeim geira að búa til farsíma ásamt öðrum raftækjum en síðustu árin hafa þeir virkilega dottið í lukkupottinn því tækin þeirra hafa verið frábær og fengið einróma lof gagnýnenda. Ekki bara fyrir flaggskipið sitt heldur einnig fyrir tæki í öðrum verðflokkum sem ekki allir geta leikið eftir.

Moto X flaggskipið þeirra er með því betra sem gerist, keyrir Android nærri því eins og það kemur frá Google ásamt nokkrum þægilegum viðbótum sem Google sjálfir hafa svo verið að taka upp sjálfir. Motorola eru líka snöggir að koma út uppfærslum á sín tæki sem skiptir marga miklu máli.

Moto G, nýjasti síminn frá Motorola sem kemur í hillur Símans er ekki bara frábær sem snjallsími heldur líka á frábæru verði eða 39.990 kr.

Verðið segir ekki alla söguna því tækið er vel búið og tilfinningin að nota Moto G er á pari við að nota síma í dýrari flokki. Því er ekki annað hægt að mæla sterklega með Moto G.

Moto G er með fjögurra kjarna örgjörva, víðóma (stereo) hátalara, fimm tommu skjá, 8MP myndavél og kemur með nýjustu útgáfunni af Android.

Kíkið á Moto G í Vefverslun Símans eða í næstu verslun okkar.