Tæki & Tól

iGrill kjöthitamælir

22/06/2015 • By

Þarfasti þjónn hins nútíma heimakokks og grillara er klárlega kjöthitamælirinn iGrill mini. Sama hvort verið er að hægelda læri í ofni eða grilla nauta ribeye við óbeinan hita á grillinu er iGrill kjöthitamælirinn þarfur þjónn sem auðveldar eldamennskuna til muna.

Tækið eldar ekki fyrir þig matinn en hjálpar það mikið til að kjötið ætti að vera nær fullkomið í hvert skipti, sama hvað verið er að grilla.

iGrill tengist við snjallsímann (iPhone eða Android) með Bluetooth og appið sér um rest. Hægt er að fylgjast með hvernig kjötinu líður og appið lætur svo vita þegar að kjörhitastigið nálgast. Algjör óþarfi að stressa sig eitthvað við að ofelda eða enda með hrátt kjöt í miðjunni, iGrill sér um að þetta sé leikur einn.

iGrill fæst í öllum verslunum Símans og kostar 8.990 kr.

Og á meðan kjötið er að ná sínum kjarnhita er auðvitað tilvalið að hlusta á grill lagalistann okkar á Spotify.