Spotify

Spotify lexía #4

08/06/2015 • By

Spotify kynnti um daginn nokkrar nýjungar. Ein þeirra var nú að fara í loftið en það er viðbót sem kallast Spotify Running. Akkúrat núna er hún aðeins komin fyrir iPhone en Android er svo handan við hornið.

Mörg höfum við búið til lagalista sérstaklega fyrir hlaupin okkar, já eða skokk eins og það væri í mínu tilfelli. Þar hópar maður saman þeim lögum sem gíra mann upp og ég veit til dæmis oft í hvaða tempói ég er að hlaupa þegar að ákveðið lag kemur upp og þá veit ég hvort að ég þurfi að gefa í, slaka aðeins á eða bara halda sama hraða.

Spotify Running virkar þannig að klæðskerasniðinn lagalistinn er gerður fyrir þig, ekki bara út frá þínum tónlistarsmekk sem auðvitað Spotify þekkir heldur bæta þeir líka við fullt af lögum úr ólíkum tónlistarstefnum sem þeir telja að þér muni líka við.

Galdurinn við Spotify Running er svo Spotify appið skynjar hlaupahraðann þinn og stillir lögin alfarið að honum. Þannig ertu alltaf að hlaupa í takti og tónlistin hjálpar þér að ná settu marki.

Því er hægt að spara tíma og hætta að halda úti sérstökum lagalistum fyrir hlaupin og leyfa einfaldlega Spotify að sjá um þetta fyrir þig. Þú getur þá einbeitt þér að ná betri tíma í næsta hlaupi.

Af stað!