Spotify

Spotify lexía #3

05/06/2015 • By

Eitt af því besta við Spotify eru auðvitað lagalistarnir. Bæði er auðvelt að gera sína eigin en svo er endalaust af úrvali af lagalistum sem gerðir eru af Spotify og notendum Spotify.

Lagalistarnir sem gerðir eru af Spotify eru ekki bara vinsældarlistar heldur líka byggðir upp á listum sem henta ákveðnum tilefnum eða bara stemmningu.

Hægt að gera lagalista sem aðeins eru sjáanlegir þér, hafa þá opinbera og þannig leyfa öðrum að njóta og svo er líka hægt að hafa sameiginlega lagalista sem vinir geta bætt við lögum í. Það er frábært þegar skapa á lagalista fyrir sameiginleg tilefni.

Hægt er að hægri smella á öll lög og bæta þeim þannig við lagalista og líka heilu plöturnar.

playlisti

Prófið ykkur endilega áfram og prófið að smíða ykkar eigin lagalista.

Hér er svo einn lagalisti frá okkur, sérstaklega hentugur fyrir þá sem ætla að grilla um helgina.