Spotify

Spotify lexía #1

27/05/2015 • By

Spotify er vissulega einfalt tól til að streyma tónlist, bæði íslenskri og erlendri allan liðlangan daginn.

Hvort sem streymt er í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu, PC eða Mac já eða Playstation elta lagalistarnir þínir og öll þín tónlist þig í gegnum öll þín tæki. Og með því að streyma í gegnum farsímanet Símans í dag er það enn auðveldara því streymið telur ekki neitt af inniföldu gagnamagni.

En það er margt hægt að gera á Spotify sem ekki endilega allir vita af.

Leitarglugginn í Spotify er til dæmis mjög öflugur, bakvið hann er öflug og góð leitarvél sem getur aldeilis hjálpað við að finna nákvæmlega það sem hugurinn heimtar að heyra í það og það skiptið. Eða til að finna faldar gersemar og gleymd lög.

Með því til dæmis að setja inn label:smekkleysa kemur allt upp sem tilheyrir íslenska útgefendanum Smekkleysu. Með því að setja inn label:sena kemur allt frá Senu og koll af kolli. Þannig má til dæmis finna gleymda gullmola eins og til dæmis klassíkina Æ með hljómsveitinni Unun og einnig ensku útgáfuna af þeirri plötu sem hét Super Shiny Dreams.

image

Blanda má saman leitarorðum þannig setja inn artist:David Bowie year:1971-1973 og þannig kemur bara upp efni með David Bowie frá Ziggy Stardust tímabilinu hans.

Leitarorð sem hægt er að leika sér með eru t.d. label, year, genre, artist, title. Og fyrir lengra komna má leika sér með boolean strengina AND, OR og NOT.