Allt

Hátt í þrjú þúsund horfðu á Twitter-tístin í Sjónvarpi Símans

21/05/2015 • By

twitter bird klippturHátt í þrjú þúsund fylgdust með Twitter-tístunum á fyrri undankeppninni í Eurovision á þriðjudag í gegnum Sjónvarp Símans. Síminn kynnti á dögunum nýjan eiginleika í sjónvarpi sínu en með því að ýta á bláa takkann á fjarstýringunni varpast tístin upp á sjónvarpsskjáinn. Segja má að blái takkinn sameini samfélagsmiðilinn Twitter og sjónvarpsútsendinguna. Og tístin frá klukkan 19-22 voru, eftir því sem næst verður komist, næstum sex þúsund!

Búast má við því að tístað verði sem aldrei fyrr þegar María stígur á sviði í Vín í kvöld og gaman að sjá hvernig tístin koma út í Sjónvarpi Símans.

Blái takkinn kryddar heldur betur Eurovision. Þetta er ekki aðeins eiginleiki sem hentar Twitter notendum heldur er frábær fyrir þá sem vilja fylgjast með umræðunni og #12stig og upplifa Eurovision með náunganum.