Allt

Ýttu á bláa takkann og Twitter-tístin birtast á sjónvarpsskjánum

13/05/2015 • By

sinfóNú varpast Twitter-tístin beint á upp á skjáinn í Sjónvarpi Símans þegar ýtt er á bláa takkann á fjarstýringunni. Fótboltaáhugamenn hafa að undanförnu getað séð tístin um Meistaradeildina #CL365, Eurovision verður ekki söm í næstu viku þegar tístin verða komin á skjáinn og tónleikar Sinfóníunnar í kvöld verða skreyttir Twitter-tístum… ef ýtt er á bláa takkann. Hastag-ið er: #Sifnó

Sinfóníuhljómsveitin leikur eitt frægasta tónverk Tsjajkovskíjs um Rómeó og Júlíu í beinni í Sjónvarpi Símans í kvöld kl. 19.30 og frábært að geta aukið enn á upplifunina með því að fylgjast með því hvað aðrir segja um tónleikana. Útsendingin í kvöld verður þriðja og síðasta beina tilraunaútsendingin Sinfóníuhljómsveitarinnar í Sjónvarpi Símans. Mælast hún vel fyrir verður áskriftartónleikum Sinfóníunnar á næsta starfsári sjónvarpað beint á rás Sinfóníunnar í Sjónvarpi Símans.

Stjórnandi tónleikanna í kvöld er fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Rico Saccani, og stígur hann nú í fyrsta sinni á stjórnendapall í Hörpu. Tónleikarnir eru á rás 50 eða 250 fyrir háskerpu í Sjónvarpi Símans. Áhorfendur sem vilja tísta um tónleikana nota jú hastag-ið: #Sinfó Sjónvarp Símans - Fjarstýring