Allt

Conchita Wurst í karókíi Símans

11/05/2015 • By

Bestu Eurovision-lög síðustu ára auk gamalla slagara eru komin í karókí Sjónvarps Símans. Finnsku tröllin Lordi með Hard Rock Hallelujah, Hollendingarnir í The Common Linnets og sjálf drottningin frá því fyrra; Conchita Wurst. Þeir sem voru ekki búnir að gleyma Johnny Logan, Dönu og ABBA – allt sigurvegarar í Eurovision – geta líka rifjað upp gömul kynni. Lög þeirra eru meðal sextán laga sem hafa bæst við í Eurovision-safnið í Sjónvarpi Símans fyrir sextugustu keppnina í Austurríki.

Við hjá Símanum fórum varlega af stað með fjórtán íslenskum Eurovision lögum í karókíútgáfu í Sjónvarpi Símans fyrir ári síðan. Nú eru lögin í karókíinu orðin 170, íslensk og erlend; partýsöngvar, ættjarðarlög og ballöður, og hafa þau verið spiluð nærri 250 þúsund sinnum.

Síðasta framlag okkar Íslendinga, Enga fordóma, trónir á toppnum í karókíinu í Sjónvarpi Símans. Draumur um Nínu, framlag okkar árið 1991, fylgir Pollapönkurunum fast eftir. Íslensku Eurovision-lögin hafa verið sungin nærri 100 þúsund sinnum þetta ár í karókíi Sjónvarps Símans.

Nýju lögin eru:

1. Rise Like a Phoenix – Conchita Wurst (2014)
2. Calm after the Storm – The Common Linnets (2014)
3. Children of the Universe – Molly (2014)
4. Only Teardrops – Emmelie de Forest (2013)
5. Stay – Tooji (2012)
6. Euphoria – Loreen (2012)
7. Satellite – Lena (2010)
8. Fairytale – Alexander Rybak (2009)
9. Hard Rock Hallelujah – Lordi (2006)
10. Say it again – Precious (1999)
11. Diva – Dana International (1998)
12. Love Shine a Light – Katrina and the Waves (1997)
13. Hold Me Now – Johnny Logan (1987)
14. Making Your Minds Up – Bucks Fizz (1981)
15. What’s Another Year – Johnny Logan (1980)
16. Save Your Kisses for Me – Brotherhood of Man (1976)
17. Waterloo – ABBA (1974)
18. All Kinds of Everything – Dana (1970)