Allt

Síminn rukkar ekki fyrir símtöl til Nepals

27/04/2015 • By

Síminn hefur ákveðið að viðskiptavinir greiði ekki fyrir símtöl til Nepals út maí – Hvort sem hringt er úr heimasíma eða farsíma í nepölsk númer.

Á laugardag reið öflugur skjálfti yfir Nepal og féll mannskætt snjóflóð í kjölfarið í hlíðum Everest. Þúsundir hafi látist vegna afleiðinga skjálftans.