Allt

4G á sjó og landi

24/04/2015 • By

4GHúsavík er komið í 4G samband hjá Símanum. 4G farsímanet Símans nær til 82,5% landsmanna. Sendirinn á Húsavík er langdrægur, stendur á Húsavíkurfjalli og nær sambandið því út á Skjálfanda.
Húsvíkingar eru ekki þeir einu með glænýtt 4G samband; nýr 4G sendar eru nú í Þorlákshöfn og á Flúðum, einnig við Þrastarskóg. Við styrktum einnig 3G sambandið í síðustu viku. Nú eru nýir 3G sendar á Hellissandi, Öxl og Gröf við Vegamót.
4G farsímanet Símans hefur vaxið hratt síðustu mánuði. Nú fyrir páska setti Síminn upp 4G á Siglufirði, Dalvík og Flúðum. Einum milljarði var varið í farsímakerfi Símans á árinu 2014. Kerfið bara vex og vex, styrkist og eflist.
Auk mikillar uppbyggingar 4G á landsvísu síðustu mánuði stefnir Síminn nú að stöðugri uppbyggingu á sjó. 4G langdrægt Símans verður sett upp á næstu átján mánuðum. Það eflir enn netsambandið á sjó en Síminn býður sérstakt sjósamband fyrir sjófarendur – sem tryggir þeim samband um senda sem við landkrabbarnir teppum ekki. Gæðin og nethraðinn eru því meiri en ella.
sjókort 4G