Allt

Samsung Galaxy S6

10/04/2015 • By

Í dag er stór dagur fyrir marga en í dag byrjum við að afgreiða forpantanir fyrir Samsung Galaxy S6, nýjasta flaggskip Samsung er loks byrjað að koma til okkar en þó í takmörkuðu magni.

Forpantanir verða afgreiddar í verslun okkar í Kringlunni en þeir sem voru búnir að forpanta ættu að hafa fengið tölvupóst nú þegar um næstu skref.

Því miður koma ekki allar týpur upp úr kössunum í þetta skiptið en eftirspurn eftir tækjunum á heimsvísu er slík að verksmiðjur Samsung hafa vart undan.

Í dag eigum við eingöngu Galaxy S6 í hvítum og svörtum lit í 32GB og 64GB stærð. Þeir sem hafa forpantað ganga fyrir en almenn sala hefst svo á morgun og eins og áður segir í takmörkuðu magni.

Aðrir litir og stærðir af S6 koma svo í næstu viku en Edge kemur ekki fyrr en um 22.apríl samkvæmt nýjustu fréttum.