Allt

Benedetti og Sinfó í beinni í Sjónvarpi Símans í kvöld

26/03/2015 • By

benedettiStjarna úr klassíska tónlistarheiminum Benedetti verður í beinni útsendingu í kvöld með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Sjónvarpi Símans. Þrennir tónleikar Sinfóníunnar verða sýndir næstu vikurnar – þeir fyrstu í kvöld.

Nicola Benedetti leikur í kvöld einn vinsælasta Mozart-konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni og hefst útsendingin kl. 19.30. Þeir verða á rás 50 og í HD á rás 250 í Sjónvarpi Símans, notendum þess að kostnaðarlausu meðan á tilraunaútsendingum stendur.

sinfo_tv_teplaustBenedetti er skosk-ítalskur fiðluleikari sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 þegar hún bar sigur úr býtum í „BBC Young Musician of the Year“ aðeins 16 ára. Nú er hún samningsbundin Deutsche Grammophon.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Síminn taka því höndum saman svo sem flestir geti barið tónleika sveitarinnar augum. Sjáðu Benedetti rétt á undan Brian May en eftir Elton John, Lorde og Stevie Wonder og fjölda annarra í tónlistarmyndbandi BBC hér. Sjáðu svo Sinfó í Sjónvarpi Símans í kvöld kl. 19.30. Náir þú ekki útsendingunni í beinni má alltaf nota Tímaflakkið.