Allt

Ertu frumkvöðull?

20/03/2015 • By

Síminn er að taka þátt í ansi skemmtilegu verkefni sem RÚV og Sagafilm eru að hefja von bráðar.

Um er að ræða nýja sjónvarpsþáttaröð sem sýnd verður á RÚV næsta vetur þar sem fylgst verður með frumkvöðlum, einstaklingi eða hópum þróa hugmyndir sýnar og og sjá þær verða að veruleika.

Leitað er að áhugaverðu fólki og hópum með athygliverðar hugmyndir og skiptir þá engu hvort að um sé að ræða hugmynd í kolli eða verkefni sem er eitthvað lengra á legg komið. Allt þetta verður auðvitað myndað og þáttakendur fá leiðsögn færustu sérfræðinga á öllum sviðum.

Er þetta eitthvað fyrir þig? Skelltu inn umsókn, það kostar ekkert.

Startup-ideas