Allt

Samsung Galaxy S6 forpöntun

06/03/2015 • By

Á sunnudagskvöldið stigu Samsung á sviðið í Barcelona og kynntu arftaka Samsung Galaxy S5. S6 heitir tækið (hvað annað?) og mun það koma í tveimur útgáfum, S6 sem er áframhald á fyrri tækjum og svo S6 Edge sem er með skjá sem er beygður og lekur til hliðanna eins og Note Edge gerir nema að nú lekur skjárinn beggja vegna en ekki bara öðru megin.

S6 er eitt fallegasta tæki sem komið hefur á snjallsímarkaðinn. Sá sem hér skrifar fékk að handleika tækið og prófa það í Barcelona og allt við tækið er fallegt. Hönnundardeild Samsung hefur aldeilis unnið heimavinnuna sína og vandað sig því hér er tæki sem bæði lítur út og virkar eins og flaggskip og kyndilberi snjallsímabyltingarinnar.

Tækin keyra á átta kjarna Exynos örgjörva, hafa 5.1″ QHD Super AMOLED skjá, 3GB af vinnsluminni, 16MP myndavél, stuðning við þráðlausa hleðslu, Turbo hleðslu og listinn heldur bara áfram. Allri þessari tækni er svo pakkað inn í glæsilegann ramma 132 gramma ramma sem fær fólk klárlega til að taka eftir tækinu.

Mörgum fannst Galaxy S5 vera endutekið efni og Samsung hafa vissulega hlustað og farið fram yfir þær væntingar sem fólk almennt hafði enda er síminn að fá frábær viðbrögð frá tæknipressunni.

Tækin koma í sölu í byrjun apríl hjá Símanum og forpöntun er hafin. Staðfest verð liggja ekki fyrir en við látum að sjálfsögðu vita af þeim um leið og þau detta í hús.