Allt

Síminn með besta básinn á UT messunni

11/02/2015 • By

_Q1A7505Sýningarbás Símans var valinn sá besti á UT messunni um helgina. Átta þúsund manns komu í Hörpu á laugardag og þúsund voru á ráðstefnunni á föstudeginum. Við hjá Símanum erum virkilega ánægð með það hvernig UT messan þróaðist og gekk fyrir sig. Takk fyrir okkur.

HAF Studio, þau sömu og hönnuðu verslun Símans í Kringlunni, hannaði básinn eftir óskum Símans. Hann var allur úr pappa sem hægt er að móta á ýmsa vegu. Einfaldur og úr endurnýtanlegu efni. Ódýr í framleiðslu og sló í gegn. Þema bássins var Síminn til þín og Öruggt tækjanet Símans.

_Q1A7518Öruggt tækjanet Símans er vara sem er í þróun og er stefnt að því að setja á markað á árinu. Í lýsingunni segir: Í framtíðinni munu ótrúlegustu hlutir verða tengdir Internetinu. Þú notar snjalltækið til að dimma og dempa ljósin. Þú færð meldingu þegar pottaplönturnar eru orðnar of þurrar. Þú hækkar í tónlistinni, skiptir um lag og talar í gegnum öryggismyndavélina. Síminn ætlar að sjá um að tengja fyrir þig tækin og stuðla að auknu öryggi þeirra.

_DSC5624