Allt

SwiftKey fyrir iOS

05/02/2015 • By

Android notendur þekkja margir hverjir lyklaborðs appið Swiftkey. Swiftkey hefur lengi haft frábæran stuðning við Íslensku og gert notendum Android tækja talsvert auðveldara að pikka inn texta og umfram allt flýtt mjög fyrir öllum innslætti.

SwiftKey er líka afskaplega klárt að læra inn á þann sem notar forritið og getur því þannig sagt nokkuð vel til um hvaða orð kemur á eftir því sem verið er að skrifa inn. Ef ég skrifa orðið Til finnst SwiftKey mjög líklegt að ég sé að fara að skrifa hamingju með daginn næst og þannig get ég með einum smelli komið þeim orðum inn í stað þess að pikka þau inn.

Með tilkomu iOS 8 í iPhone og iPad var loksins hægt að skipta út lyklaborðum. SwiftKey menn voru snöggir til og voru komnir með sitt app á Apple tækin strax á fyrsta degi. En alltaf vantaði Íslensku stuðninginn sem Android notendur voru svo ánægðir með.

En í dag getum við fagnað. Okkar ástkæra ylhýra er mætt á iOS. Við hvetjum því alla sem vilja prófa annað lyklaborð og það lyklaborð sem virkar fáránlega vel og lærir á þína eigin orðanotkun að kíkja á SwiftKey. Það skemmir svo ekki fyrir að SwiftKey kosar ekki krónu.

Swiftkey