Allt

Á ekki að mæta í messu um helgina? UT messan er í Hörpu

03/02/2015 • By

utsíminnFramtíðin er ekki eins og hún var… Ef þú vilt vita hvernig hún verður er UT messan sem haldin verður í Hörpu um helgina rétti staðurinn fyrir þig. Síminn er stoltur platínum samstarfsaðili að UT messunni, sem skipt er í tvennt. Á föstudaginn er ráðstefnudagskrá en á laugardeginum getur öll fjölskyldan sótt fróðleik og sýninguna. Dagurinn í dag er sá síðasti til að skrá sig.

Við mælum sérstaklega með:

Framtíðin er ekki eins og hún var
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Símanum, fjallar um framtíð og nýsköpun. „Hvernig náum við í og höldum besta fólkinu? Hvernig fá tæknifyrirtækin nýja kynslóð sérfræðinga til starfa? Hvernig þurfa fyrirtækin að þróast og verða eftir 20 ár?“ Birna ætlar að svara þessum spurningum milli klukkan 15:50 og 16:20 í Silfurbergi A

Snjallhlutavæðing heimila
Trausti Þór Friðriksson hjá Símanum mun fara yfir hvers er að vænta í tækniþróun heimila en framundan eru fjöldi nýrra tækifæra að myndast.Fyrirlesturinn verður milli klukkan 11:35 – 12:05 í Kaldalóni.

Fastlínan, þjónusta og tækni
Þór Jes Þórisson hjá Skiptum fjallar um fastlínuna. Hún er meginæð fjarskipta og flytur langstærstan hluta gagnaflutnings til heimila og fyrirtækja; ekki aðeins fyrir tölvurnar okkar heldur einnig meginhluta gagnaumferðar snjalltækja. Þannig verður það áfram og í þessu umhverfi mun ríkja mikil samkeppni og nýsköpun. Hvenær? Klukkan 10:15 – 10:45 í Kaldalóni.

Industry transformation in the networked society.
Per-Henrik Nielsen, sérfræðingur fjarskiptarisans sænska Ericson, fjallar um net allra hluta eða Internet of Everything í opnunafyrirlestri UT messunar. Fyrirlesturinn verður í Eldborg milli klukkan 8:45 – 9:15.

Takið eftir: Í dag eru síðustu forvöð að skrá sig á ráðstefnuna á föstudeginum. Það má gera hér.

Sýningin sjálf er opin öllum á laugardeginum milli klukkan 10 og 17. Endilega kíktu á Símabásinn. Þar verður hægt að kynnast frábærum tækninýjungum, því allt verður tengt internetinu í framtíðinni. Með snjalltækjum getur þú meðal annars stýrt lýsingu, fylgst með rakastigi plantna, stjórnað hljóðkerfi og talað í gegnum öryggismyndavél. Síminn ætlar að aðstoða þig við að tengja möguleg og ómöguleg tæki og stuðla að auknu öryggi þeirra. Þar er einnig hægt að taka þátt í leik og vinna veglega vinninga.