Allt

Sjónvarp Símans skarar framúr á íslenskum sjónvarpsmarkaði

02/02/2015 • By

jolagjof-heimMerkilegur dagur í sjónvarpssögu landans. Iðnaðarráðherra slökkti í dag á hliðrænu dreifikerfi RÚV eftir hálfrar aldar notkunar þjóðarinnar á þeirri ágætu tækni – Skiptir það máli? Ekki fyrir áskrifendur að Sjónvarpi Símans.

Margur myndi hins vegar ætla að það yrði úr vöndu að ráða fyrir þá sem hafa tengt túbuna við loftnet síðustu hálfu öldina: Hvort á að kaupa starfrænan móttakara eða áskrift að gagnvirku sjónvarpskerfi fjarskiptafélaganna? Það er ekki spurning, því þetta er tækifæri til þess að kynnast Tímaflakki á yfir 100 sjónvarpsstöðvum, fá kvikmyndaleiguna inn í stofu, hafa frábæran aðgang að sýndu sjónvarpsefni og þáttum – Já, og syngja karókí þess á milli. Sjötíu prósent aðspurðra í könnun Maskínu telja Sjónvarp Símans almennt standa helsta keppinauti sínum framar. Könnun Þjóðgáttar Maskínu frá því fyrir jól mælir mesta heildaránægju með Sjónvarp Símans.

Sjónvarp Símans er tíu ára um þessar mundir. Átta erlendar sjónvarpsstöðvar fylgja grunngjaldinu, einnig kvikmyndaleiga með í kringum 4.500 titla. Finna má frelsi sjónvarpsstöðvanna innan þess, sextán íslenskar og 28 erlendar útvarpsstöðvar og 160 karókílög. Fyrir 490 krónur aukalega má horfa á 550 klukkustundir af fjölda sjónvarpsþáttaraða ABC Studios og með áskriftarstöðvunum fæst Maraþonmöguleiki á heilu þáttaröðum þeirra. Grunnáskriftin, 1.690 krónur á mánuði.

Maskína vann könnunina fyrir Símann dagana 15.-22. desember síðastliðinn. Alls 818 á aldrinum 15-75 ára og af öllu landinu svöruðu netkönnuninni.