Allt

Síminn.is tilnefndur til verðlauna

22/01/2015 • By

vefur símansFlottur árangur. Síminn er tilnefndur til fimm vefverðlauna Samtaka vefiðnaðarins. Síminn.is er tilnefndur sem besti fyrirtækjavefurinn meðal stærri fyrirtækja. Innri vefurinn, sem við starfsmenn Símans njótum dag hvern, er tilnefndur besti innri vefurinn, þjónustuvefurinn og fyrirtækjasvæðið sem besta þjónustusvæðið og loks er HM herferð Símans í fyrrasumar talin meðal bestu markaðsherferðanna. Við erum virkilega stolt af árangrinum og að geta boðið viðskiptavinum okkar frábæra vöru.

Við föngum líka með UN Women og Rauða krossinum. Vefur Öruggrar borgar – átaks UN Women sem Síminn styrkti, er tilnefndur frumlegasti vefurinn og Skyndihjálparapp Rauða krossins, sem Síminn stóð að baki, meðal markaðsherferða.

49 vefir hafa hlotið tilnefningu til vefverðlauna Samtaka vefiðnaðarins. Ekki eru aðeins veitt verðlaun fyrir vefi heldur einnig fyrir markaðsherferðir og smáforrit.

Sjö sérfræðingar í vefmálum munu velja vefsíður ársins en tæplega 140 verkefni bárust dómnefnd. Verðlaun verða einnig veitt fyrir athyglisverðasta vefinn en hann er valin af félagsmönnum Samtaka vefiðnaðarins. Verðlaunin verða afhent 30. janúar í Gamla bíó.

Hér fyrir neðan má sjá hverjir keppa við Símann í hverjum flokki fyrir sig:

Besti fyrirtækjavefurinn (50 starfsmenn eða fleiri)

66north.is
arsskyrsla2013.landsvirkjun.is
icelandairhotels.is
on.is
siminn.is

Besta þjónustusvæðið
heilsuvera.is
meniga.is
netbanki.landsbankinn.is
siminn.is/adstod/klaradu-malid/thjonustuvefur/
thjonustuvefur.siminn.is/fyrirtaeki/

Besti innri vefurinn
i.fjs.is
innri.siminn.is
mymarel.com
mywork.icelandairgroup.is
torg.n1.is


Besta markaðsherferðin

Göngum til góðs 2014 – Rauði krossinn
Kvennahlaup Sjóvá
Landsbankinn og Icelandairwaves
Skyndihjálparátak Rauða krossins
HM 2014 og Síminn