Allt

Pakki til þín í Sjónvarpi Símans

23/12/2014 • By

mynd-med-pakka[2]Sjónvarp Símans tók stakkaskiptum á árinu 2014. Glænýtt viðmót í byrjun september auk þess sem Tímaflakkið virkar nú á yfir eitt hundrað rásum. Þá hóf Síminn að bjóða karókí í maí. Það sló í gegn. Nú eru lögin orðin vel yfir eitt hundrað og þau eru spiluð yfir tuttugu þúsund sinnum!

Við hjá Símanum viljum fagna þessum árangri og segja takk fyrir frábærar viðtökur. Við höfum því sett nettan jólapakka í Sjónvarp Símans með frábæru jólaefni: Þrjár seríurnar af Hæ Gosa sem sýndar voru á SkjáEinum, tónleikar Ásgeirs Trausta frá Off Venue dagskrá Airwaves í ár, fyrsta sería Biggest Loser frá Skjánum, Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar, minninartónleikar Vilhjálms Vilhjálmssonar, brot af því besta úr SkjáKrökkum, Fólkið í blokkinni eru meðal efnis í pakkanum. Rúsínan í pylsuendanum er svo arineldur í háskerpu.

Já, jólin koma! Áskrifendur að Sjónvarpi Símans munu ekki missa af neinu á meðan þeir þræða jólaboð stórfjölskyldnanna. Uppáhaldsþættirnir og íslensku bíómyndirnar bíða eftir þeim með hjálp Tímaflakksins. Jólakarókíið getur svo enn bætt á afþreyingu og ánægju fjölskyldunnar um jólin – Allt í Sjónvarpi Símans.

Gleðileg jól, frá Símanum.