Allt

Skínalda UN Women á netinu til eilífðar…

01/12/2014 • By

skínaldaTökuvélar sem svifu um í drónum gera það að verkum að gjörningur Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur, Skínalda, mun nú lifa á netinu. Verkið vann hún fyrir UN Women sem í rúma viku hafa vakið athygli okkar á mikilvægi þess að konur um allan heim séu öruggar á götum úti.

Á þriðja hundrað komu saman á Klambratúni á þriðjudag og lýstu upp umhverfið sitt til að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Nú hefur Tjarnargatan unnið myndband sem er eitt framlaga Símans til átaksins í samstarfi við UN Women. Þetta er magnað listaverk. Sjáðu bara.