Allt

Vertu þátttakandi í gjörningi með snjallsímann að vopni

25/11/2014 • By

UN Women SkínandiTíra í skammdegi. Nú gefst einstakt tækifæri til að setja mark sitt á framtíðina. Landsnefnd UN Women á Íslandi skorar á alla að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og taka þátt í að skapa ógleymanlega stund með þátttöku í verkinu Skínalda eftir listakonuna Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur.

Gjörningurinn fer fram á Klambratúni í dag, 25. nóvember, klukkan 17.15 á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi þar sem samspil ljóss, tóna og fólks verður í aðalhlutverki. Gjörningurinn er einnig liður í átaki UN Women á Íslandi „Örugg borg“ = Og þar kemur Síminn við sögu. Hann styrkir átakið ásamt Reykjavíkurborg.

Mætum á Klambratún í Reykjavík í dag kl. 17.15. Komum með snjallsíma og lýsum upp Klambratúnið. Sendum þau skilaboð út að ofbeldi gegn konum verður ekki umborið.

Gjörningurinn tekur um tíu mínútur svo fáum við kakó. Salka Sól Eyfeld söngkona flytur ávarp á viðburðinum. Loftmynd verður tekin af verkinu og mun stundin því lifa áfram.

Sjáðu allt um átakið Örugg Borg hér.

Og sjáðu ótrúleg myndbönd herferðarinnar sem þúsundir landsmanna hafa þegar séð hér. Ef þú setur símanúmerið þitt inn getur þú séð annað sjónarhorn atburðarrásarinnar í símanum þínum. Þetta eru reynslusögur úr íslenskum veruleika. Þessu þurfum við að útrýma.