Allt

Fullkominn sveigjanleiki?

18/11/2014 • By

Viltu 10 GB og tveggja klukkustunda talmöguleika eða 3 GB og 250 mínútur? Já eða esveigjanlegurnn frekar 1 GB og 350 mínútur? Allt fyrir sama verð. Síminn kynnir þrjár nýjar leiðir fyrir áskrift og frelsi, þar sem viðskiptavinir velja verðið og stilla upp mínútum og gagnamagni innan hverrar þeirra eftir þörfum. Þetta er nýtt á Íslandi.

Þróun áskriftarleiða eftir að snjallsímarnir ruddu sér til rúms hefur verið hröð. Aðeins eru um tvö ár síðan Síminn kynnti fyrst samspil mínútna, gagnamagns og sms innan sömu áskriftar. Þessar nýju leiðirnar munu hjálpa snjallsímanotendum að nýta innihald pakkans til hins ýtrasta. Þeir eru hugsanlega búnir með gagnamagnið en eiga eftir mínútur og geta því skipt þeim út fyrir meira gagnamagns og breytingin rúmast innan pakkans.

Viðskiptavinir kalla eftir sveigjanleika og hann verður varla meiri en að geta valið sér verð og raðað upp fjölda mínútna og gígabætum innan þess; hvort sem er í áskrift eða frelsi.

Kíktu á áskriftarleiðirnar. Þær eru sniðnar fyrir notkun þína. Líka sértu í frelsi.