Allt

Horfðu sjö þúsund sinnum á sjónvarpsþætti í ABC Studios

14/11/2014 • By

Áskrifendur að Sjónvarpi Símans horfðu á yfir sjö þúsund þætti í ABC Studiabcos á fyrstu sex sólarhringum þjónustunnar. Móttökurnar eru vel fram úr væntingum. Virkilega meiriháttar.

Á tæpri viku eftir að þjónustan leit dagsins ljós, hafa verið spilaðir yfir 300 sólarhringar allt í allt. Við hjá Símanum erum afskaplega ánægð að geta boðið þjónustu sem augljóslega er þörf fyrir og þökkum fyrir móttökurnar.

ABC Studios hefur verið hluti af vöruframboðinu í Sjónvarpi Símans frá 7. nóvember en með áskrift að sjónvarpsefninu má horfa samfleytt á bandarískar sjónvarpsþáttaraðir í yfir 20 daga fyrir aðeins 590 krónur –  Eða rétt 19 krónur á dag.

Sjónvarp Símans hefur samið um aðgang að efnisveitu ABC Studios til þriggja ára. Móttökurnar þessu fyrstu daga voru framar vonum. Fjölmargir ákváðu að prófa, því fyrsti þáttur hverrar seríu er gjaldfrjáls og voru þessir þættir vinsælastir.
Allir þættirnir í ABC studios eru textaðir og á verði sem er lægra en kostar að leigja eina kvikmynd. Þættir í ABC Studios eru meðal annars allar  fyrri þáttaraðir Grey‘s Anatomy, Scandal, Once Upon a Time, Perception og einn sá vinsælasti þessa fyrstu helgi America‘s Funniest Home  Videos.