Allt

Rafræn skilríki

10/11/2014 • By

Örtröð hefur verið í verslunum Símans síðustu daga að fá rafræn skilríki og hafa langar raðir myndast.

Það er gott að hafa nokkri hluti bakvið eyrað áður en lagt er af stað að græja rafrænu skilríkin.

– Ef SIM kortið þitt styður rafræn skilríki nú þegar þarftu ekki að fara í næstu Símaverslun heldur er líka hægt að fara í þinn viðskiptabanka. Hér er hægt að athuga hvort að SIM kortið þitt styður rafræn skilríki. 

– Nauðsynlegt er að hafa gild skilríki meðferðis eins og ökuskírteini eða vegabréf. Ekki er nóg að framvísa debet eða kreditkorti.

Ef þessir hlutir eru á hreinu er hægt að spara tíma og einfalda málin. Minnum á að ef SIM kortið styður rafræn skilríki í dag er ekki nauðsynlegt að fara í næstu Símaverslun heldur er hægt að fara í þinn viðskiptabanka.

Hér má finna meiri upplýsingar um rafræn skilríki.

 

Rafræn Skilríki