Allt

Samsung Galaxy Alpha

07/10/2014 • By

Samsung Galaxy Alpha er mættur. Mögulega fallegasti sími sem Samsung hefur hannað til þessa enda er búið að skipta út plasti í ytra byrði símans fyrir málm. Tækið, með sínum góða 4.7 tommu fallega skjá liggur vel í hendi og er ekkert að fara að fljúga á gólfið.

Myndavélin er góð og síminn leysir allar aðgerðir með glæsibrag enda innvolsið ekkert slor. Skjárinn er skarpur og góður en hann er í 720p upplausn í stað 1080p sem þó skiptir ekki öllu. Galaxy Alpha horfir meira til hönnunar en að vera bara að tikka í einhver box um innvols, þetta er tæki sem fólk tekur eftir.

Galaxy Alpha er með fingrafaraskanna og púlsmæli ásamt því að myndavélin getur tekið 4K video. Síminn kemur úr kassanum með Kitkat (4.4.4), nýjustu útgáfunni af Android.

Verið velkomin í næstu verslun og kíkið á Samsung Galaxy Alpha.