Allt

Inn í framtíðina með farsímaskilríkjum

07/09/2014 • By

farsímaskilríkiEr ekki óþarfi að bíða eftir framtíðinni þegar má stíga inn í hana strax?

Rafrænu farsímaskilríkin eru komin til að vera. Þau eru öruggasta auðkennið á netinu og hafa verið í boði hjá Símanum í tæpt ár. Yfir sjötíu þjónustuvefir = eitt PIN.

Notenda og lykilorð óþörf. Fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans þegar með réttu SIM-kortin og þurfa ekki að gera annað en að kíkja í Kringluverslun milli kl. 12 til 17 á virkum dögum eða 13-18 um helgar og virkja kortin á bás Auðkennis í verslun Símans. Kostar ekkert.

Sértu ekki með rétta SIM-kortið færðu nýtt og röltir svo yfir til Auðkennis. Kortaskiptin fimm mínútur, skráningin hjá Auðkenni aðrar fimm og þú ert komin/n með þessi öruggu rafrænu skilríki í símann – og þau spara tíma. Klárlega; því með farsímaskilríkjunum sóum við ekki tímanum við að rifja upp notendanöfn og lykilorð.rafræn skilríki siminn

Síminn er tilbúin. Sjötíu fyrirtæki og stofnanir eru það líka. Ert þú reiðubúin/n að stíga skrefið inn í framtíðina? Farsímaskilríkin auðvelda lífið. 

Hvar má nota þau: T.d. Rafrænni Reykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur, framhalds- og menntaskólum, lífeyrissjóðum, Ríkisskattstjóra og Símanum… og gleymum ekki Leiðréttingu.is

Hér færðu svörin við algengum spurningum.

Meira um farsímaskilríkin hér og þar.