Allt

Búnaðarblogg

29/08/2014 • By

Nokia Lumia 930 kom nýverið í sölu hjá Símanum en tækið er nýjasta flaggskip Nokia.

Tækið keyrir Windows Phone 8.1 sem er nýjasta útgáfa Microsoft af stýrikerfinu troðfullt af nýjungum og betrumbótum ásamt því að loksins er komið íslenskt lyklaborð.

Síminn eins og Nokia símar hafa verið í mörg ár er glæsilegur í alla staði og fellur vel að hendi  Myndavélin er fyrsta flokks, eitthvað sem Nokia tæki hafa státað af lengi og eru með því besta ef ekki það besta sem til er í snjallsímum í dag.

Lumia 930 hefur alla þá tengimöguleika sem boðið er upp á í dag (WiFi, 4G, 3G, osfrv) ásamt þráðlausri hleðslu. Innvolsið er ekkert slor heldur, þó að slíkt skiptr ekki öllu máli þegar kemur að tækjum sem keyra Windows Phone því stýrikerfið er létt í keyrslu og gert frá grunni þannig að það keyri vel á miðlungstækjum sem og flaggskipum eins og þessu tæki.

Það má skrifa margt um muninn á Windows Phone, Android og iOS en sjón er sögu ríkari. Windows Phone tæki eru auðveld í notkun og henta öllum aldurshópum ásamt því að app skortur sem mörgum fannst vandamál þegar kom að Windows Phone er ekki vandamál í dag. Það er einfalt að læra á Windows Phone síma og auðvelt að stilla og bæta þannig að tækin henti hverjum og einum, þjónustufulltrúar okkar eru líka meira en tilbúnir að aðstoða.

Vertu velkomin í næstu verslun Símans og kíktu á Lumia 930.

 

 

Bose SoundLink Mini

Þessi magnaði en jafnframt netti hátalari er líka komin í sölu en bæði er hægt að nota hann heima við og í ferðalaginu en í hátalaranum er rafhlaða sem endist í allt að 7 klukkustundir.

Hátalarinn virkar á öll snjalltæki því hann notast við Bluetooth sem tengimöguleika, eitthvað sem allir síma styðja. En það er líka hægt að tengja með snúru, þannig að iPoddar og önnur tæki geta líka spilað sína tóna í gegnum hátalarann með glæsibrag.