Allt

Nýtt viðmót í Sjónvarpi Símans

12/08/2014 • By

Nýtt útlit og einfaldara viðmót í Sjónvarpi Símans verður tekið í notkun í dag, þriðjudaginn 12.ágúst. Þá fær fyrsti hópur viðskiptavina Símans uppfærða útlitið, sem dregur fram það vinsælasta og gerir nýju efni hátt undir höfði.

Eldra viðmót

Þeir sem hafa notað Sjónvarp Símans appið ættu að þekkja þetta nýja útlit enda upplifunin keimlík með uppfærðu útliti. Við byrjum á að uppfæra 5000 myndlykla, aðra 5000 á morgun og svo koll af kolli og ættu allir að vera komnir með nýja viðmótið í enda mánaðarins.

Sérfræðingar Símans hönnuðu útlitið og er uppsetningin áþekkt því sem sést svo víða í svona sjónvarpskerfum: „Allt það góða í svona sjónvarpskerfum, staðfært og bætt,“ segir Njáll Þórðarson vörustjóri. „Nú gefst tækifæri til að stilla því vinsælasta fremst hverju sinni; eins því nýjasta. Þannig fær ný vara og þjónusta; eins og  hestamannamótið í sumar og karókíið í vor, meira vægi.“

Nýtt viðmót