Allt

Adolf Ingi á Laugarvatni

29/06/2014 • By

Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður svo lengi sem maður man, lýsir leik Mexíkóa og Hollendinga frá tjaldstæðinu á Laugarvatni í dag frá klukkan 16. Það má búast við spennandi leik þar sem liðin berjast um sæti í átta liða úrslitum á Heimsmeistaramótinu, sem haldið er í Brasilíu.
Þetta er þriðji leikurinn sem Adolf Ingi lýsir og sló lýsing hans síðast í gegn. Þá stilltu nærri tíu þúsund á auglýsingaborða Símans á mbl.is til þess að horfa á Adolf Inga lýsa leik Úrúgvæ og Englands. Fáir ef nokkur stígur í spor Adolfs þegar kemur að hressilegum lýsingum og þess vegna er þess virði að kíkja á kappann þar sem hann lýsir.
Samkvæmt spánni er veðrið á Laugarvatni fínt. Alskýjað og fimmtán stiga hiti. Nokkrir dropar gætu fallið á kollinn á Adolf Inga þegar líður á leikinn. „Jú, ég verð í regngalla og með regnhlíf til öryggis,“ segir Adolf sem er spenntur fyrir leiknum. Adolf Ingi á BSÍ 2
Adolf Ingi hefur nú lýst fótboltaleikjum frá Esjunni, BSÍ og nú Laugarvatni. Auk þess hvað þetta er skemmtilegt er lýsingunum ætlað að minna á að við getum horft á leiki HM hvar sem hentar á farsímanetunum í gegnum appið að Sjónvarpi Símans. Já, tæknin er flott.
Adolf lýsir af spjaldtölvu og er lýsingunni streymt á 4G farsímanetunum inn á mbl og þaðan til allra sem vilja krydda lýsingar. Við mælum því með að fólk hafi Adolf Inga á hliðarlínunni – þ.e. í tölvunni, þegar horft er á leikinn í sjónvarpinu. Það er örugglega allra skemmtilegast.

Sjáðu Adolf Inga hér.