Allt

Síminn í Wow Cyclothon

24/06/2014 • By

ImageHandler

Það er ævintýrabragur á nýju tíu manna liði Símans sem keppir í Wow Cyclothon styrktarhjólreiðamótinu. Allir hafa æft á kappi og er hægt að fylgjast með þeim á lendingarsíðunni hér.

Þeir hafa æft frá áramótum. Æfinganrar hafa verið nokkuð stífar og liðsmenn hvattir áfram af liðstjóranum Magnúsi Ragnarssyni framkvæmdastjóra Vöru- og markaðssetningar – enda vanur, því þetta er þriðja Wow Cyclothon mótið og hann hefur tekið þátt í þeim öllum.

Auk Magnúsar verða: Kristján Jónsson, Ingvar Sigurðsson, Óskar Hauksson, Eric Figueras, Haraldur Eyvinds Þrastarson, Gunnar Fjalar Helgason, Orri Hauksson, Árni Kolbeins og Hallmundur Albertsson í liðinu. Hringferðin hefst í kvöld.

Þeir skiptast á að hjóla en sitja þess á milli í níu manna Ford Transit bifreið sem ekur á eftir þeim sem hjólar hverju sinni hringinn í kringum landið. Þeim var lofað miðnætursól – en nú er útlit fyrir að það rigni. Þeir ætla þó að hjóla af kappi til styrktar Bæklunarskurðdeildar Landspítalans og er hægt að heita á kappana allt til 30. júní. Söfnunarupphæð allra liða er í heildina nú rétt fyrir hádegi rúmar 4,7 milljónir og með því að ýta hér má heita á lið Símans.

Hægt er að fylgjast með ferðum liðsins á lendingarsíðu Símans: siminn.is/cyclothon.

Og keppninni sjálfri:

• Fylgist með staðsetningu liðana á Íslandskorti, smella hér!

• Fréttir reglulega á Facebook síðu keppninnar

• WOW Cyclothon á Twitter: #wowcyclothon