Allt

Þúsundir horfðu á lýsingu Adolfs Inga

20/06/2014 • By

Adolf Ingi á BSÍ 4.pngSást‘ann? Alls 9.900 stilltu inn á lýsingu Adolfs Inga Erlingssonar frá leik Úrúgvæ og Englands úr D-riðli Heimsmeistarakeppninnar í Brasilíu. Adolf Ingi sat á umferðarmiðstöðinni BSÍ og lýsti af miklum eldmóð úr Sjónvarpi Símans af spjaldtölvu. Sérfræðingar Tjarnargötunnar mynduðu kappann og var útsendingunni streymt í gegnum farsímanetið inn á mbl.is borða Símans.
Adolf Ingi á BSÍ 3Adolf bjóst ekki við þessum áhuga og varð hvumsa þegar hann heyrði töluna. „Ha! Þetta er ótrúlegur fjöldi. Næstum tíu þúsund manns,“ sagði hann. „Meiriháttar.“
Adolf sat ekki rólegur á BSÍ yfir lýsingunni. „Útlendingarnir urðu svolítið hissa yfir látunum þegar Rooney skallaði í slánna og þegar mörkin voru skoruð lét maður heyra í sér,“ segir hann og hlær. Adolf Ingi hefur unnið við ófá fótboltamótin sem íþróttafréttamaður á RÚV í gegnum árin og spáir því að þrjú lið bítist um toppsætið. Brasilía, Þýskaland og Argentína. „Ég vona að það verði Þjóðverjar. Ég vona að Evrópuþjóð vinni í Ameríku í fyrsta skipti.“
Adolf Ingi á BSÍ 2Við hjá Símanum erum himinlifandi yfir viðtökunum á lýsingu Adolfs Inga. Þvílíkur meistari. Nú verður spennandi að sjá hvaðan hann lýsir næst. Eitthvert tjaldstæði gæti orðið fyrir valinu. Í rauninni er allt landið undir því við þurfum jú ekki annað en sterkt samband og það hefur Síminn.