Allt

4G væðingin heldur áfram

10/06/2014 • By

Tæknimenn Símans hafa ekki slakað neitt á þegar kemur að 4G væðingunni. Síðustu vikur hafa til dæmis verið settir upp sendar á Egilsstöðum. Reykjanesbæ og sambandið eflt í Hafnarfirði.

Reykjanesbær

En 3G kerfið er sömuleiðis í stöðugri uppfærslu. Búið er að setja upp senda á Þórshöfn, Stóru Tjörnum í Ljósavatnsskarði, á Hofsósi og á Laugum í Sælingsdal. Einnig er búið að setja upp 3G sendi í Þórsmörk.

3Gthorsmork
Þegar tími gefst til hafa svo tæknimenn tekið upp snjallsímann og tekið mynd, enda lifir minningin um nýjann sendi lengur þegar að hann hefur verið settur á mynd.

Úrvalið af búnaði til að tengja tölvuna, spjaldtölvuna eða símann á ferðinni hefur svo aldrei verið meira. Netlyklar, beinar eða MiFi, allt eftir því hvað hverjum hentar.