Allt

Appið að Sjónvarpi Símans án endurgjalds í þrjá mánuði ef sótt er næstu vikuna

26/05/2014 • By

pic_snjalltækiErtu nokkuð að láta einstakt tækifæri renna þér úr greipum? Fram til 31. maí geta áskrifendur að Sjónvarpi Símans sótt appið að þjónustunni og horft á sjónvarpið í gegnum snjalltækin án endurgjalds í þrjá mánuði. Þetta er kjörið tækifæri til að taka heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu með þér hvert sem er í sumar!
Síminn kynnti Sjónvarp Símans fyrir snjallsíma og spjaldtölvur í nóvember og voru viðtökurnar frábærar. Appið hefur verið sett upp á rétt tæplega tuttugu þúsund snjalltækjum viðskiptavina. Árangurinn er langt fram úr væntingum.
Hvað þarf til svo sjónvarpið sé komið í snjalltækin? Áskrifendur geta sótt það í Play Store eða App Store og samtengt áskriftinni í gegnum myndlykilinn.
Ekki binda þig yfir sjónvarpinu heima fyrir, taktu það með þér þangað sem þú vilt fara. Hægt er að horfa hvar sem er; hvenær sem er á 3G/4G eða WiFi.

 

  • Sjónvarpsstöðvar eru: RÚV og RÚV2, SkjáSport, DR1, SkyNews, Boomerang, BBC-Entertainment auk íslensku áskriftarstöðvanna í Sjónvarpsappi Símans auk íslensku áskriftarstöðvanna fyrir þá sem þær hafa.
  • Ekki er aðeins hægt að velja úr dagskrá sjónvarpsstöðvanna þann daginn heldur einnig Frelsi stöðvanna, þar sem þegar sýndir þættir eru geymdir, fjölda titla úr SjárBíó og úr barnaefni í Skjákrökkum.
  • Tímaflakkið er einnig virkt í Sjónvarpsappi Símans. Hægt er að horfa á allt efni sjónvarpsstöðvanna í appinu tvær stundir aftur í tímann.
  • Mánaðargjaldið fyrir appið er 490 krónur en fyrstu þrír mánuðirnir fylgja áskrift að Sjónvarpi Símans fram til 31. maí.