Allt

Vertu í sterkara sambandi hjá Símanum

23/05/2014 • By

4GLTE_LOGOÞú getur verið viss um að 4G sendar Símans eru með þetta. Á dögunum slitaði ekki gagnastreymi á 4G sendi Símans á yfir 1.630 km/hraða upp í fimm kílómetra hæð. Sterkt það. 4G samband Símans breiðist nú hratt og vel um landið. Frá áramótum hafa tæknimenn Símans farið víða og er 4G samband í: Hafnarfirði, Reykjavík, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Hvalfirði, Borgarnesi og Stykkishólmi. Einnig á Akureyri og Þingvöllum.
Á næstunni munum við svo sjá 4G merkið á símanum í Keflavík, á Egilsstöðum og í Skáneyjabungu í Reykholtsdal/Hvítársíðu.
Við hjá Símanum gleymum ekki þeim sem eiga 3G tæki og höfum styrkt sambandið á Bíldudal og Flateyri. Og nú getum við einnig legið á netinu í snjalltækjunum í Þórmörk og Flagbjarnarholti í Landssveit.
Við hættum ekki þar heldur bjóðum fyrir sumarið sterkara 3G samband við Stóru Tjarnir í Ljósavatnsskarði, í Drekagili á Akureyri, Laugum í Sælingsdal, á Hofsósi, Þórshöfn og tjaldstæðinu í Skaftafelli. Geri aðrir betur!