Allt

Högni í beinni á Síminn.is kl. 17.30

22/05/2014 • By

högniTæknin bjargar þeim sem ekki komast í miðborg Reykjavíkur í dag til að hlýða á nýtt fimmtán mínútna verk Högna Egilssonar, Turiya. Hann flytur það með Bjöllukór Tónstofu Valgerðar og klukkum Hallgrímskirkju og Landakotskirkju. Verkið verður flutt við Tjörnina í Reykjavík kl. 17.30 en hægt er að standa hvar sem er og verða vitni að því þar sem verkinu er streymt um vef Símans siminn.is.

Þetta er í annað sinn sem Síminn streymir opnunarverki Listahátíðarinnar og sýnir í beinni um netið. Og þetta verk er guðdómlegt, eins og Högni segir sjálfur, þá eyðir hann stórum hluta tíma síns í hugsanir um málefni hjartans, tilfinningar og fólk.

„Mig langaði til að skapa verk sem gæti snert við fólki, miðlað hugmyndum sem mér finnast mikilvægar um samúð, ást, ótta, gleði, fegurð og hinn mjög svo raunverulega innri Guð. Þetta verk fjallar um uppbrot hefðbundins hugsunarháttar í samfélaginu og hvernig við getum öðlast frelsi til að verða hluti af einni heild.“

Massíft. Svo við missum ekki af þessu. Höfum jafnvel streymið á þar sem við stöndum við Tjörnina!

Opnum netið í símanum okkar, förum á siminn.is og kíkjum á Turiya klukkan 17.30 í dag.