Allt

Eurovision-karókí í Sjónvarpi Símans

05/05/2014 • By

Mynd - eurovision.tv/EBU/TH

Ertu búin/n að sjá íslensku Eurovision-lögin í Sjónvarpi Símans: Nei eða Já? Hvernig væri að horfa á eitt Núna? Og svo jafnvel Eitt lag enn?

Til hamingju Ísland, því nú getum við landsmenn sungið í karókí í Eurovision-partíum vikunnar. Öll íslensku framlögin auk nokkurra laga úr undankeppninni má finna í VOD þjónustunni í Sjónvarpi Símans. Karókí-aðdáendur geta þakkað Þóri Úlfarssyni tónlistarmanni. Hugmyndin er hans og vann hann að henni í ár áður en hún varð að veruleika í Sjónvarpi Símans.

Þórir bíður nú spenntur eftir því að sjá hverjar viðtökurnar verða og hvort framhald verði á og fleiri lög en íslensku Eurovision-lögin bætist í safnið. Hann er sannfærður um að það hafi vantað íslenskt karókí og með Eurovision-lögunum komi í ljós hvort það sé ekki örugglega raunin. Vonandi verður svo og við getum sungið Eurovision-lög allt árið um kring og jafnvel önnur.

aftur-heim

– Þetta er kasetta… Hún var sett í segulbandsstæki og var undanfari geisladiska… sem svipar til dvd diska…

Karókí er frábær nýjung í Sjónvarpi Símans sem með þessu þróast í nýjar áttir, því fyrir hélt það utan um tugi útvarpsstöðva, hundruð sjónvarpsstöðva, frelsi stöðvanna og að sjálfsögðu kvikmyndaleiguna Skjábíó.

Og auðvitað er líka hægt að syngja Eurovision-karíókí í strætó, í gönguferð eða á hjóli. Lögin eru í appi Sjónvarps Símans.

Ertu ekki örugglega með Sjónvarp Símans?