Allt

Klókt að skipta um lykilorð

10/04/2014 • By

Nú er klókt að skipta um lykilorð þar sem þú geymir persónuupplýsingar; eins og í tölvupósti, sölutorgum eða samfélagsmiðlum.

Upplýst hefur verið um öryggisveikleika í OpenSSL sem er hugbúnaður sem notaður er fyrir meirihluta allra dulkóðaðra vefsíðna í heiminum. Talið er að  tveir þriðju hlutar vefþjóna noti OpenSSL.

CERT-US eða netöryggissveit Bandaríkjanna upplýsti um veikleikann upp úr kl. 11 þriðjudaginn 8. apríl 2014 en Síminn hafði þegar orðið áskynja um veikleikann og brugðist við og uppfært allan hugbúnað. Þetta er vandi á heimsvísu og vert að hafa vaðið fyrir neðan sig og skipta um lykilorð.

Sjáðu meira á Síminn.is