Allt

GoMobile safnar fyrir þig peningum

04/04/2014 • By

Hátt í hundrað fyrirtæki veita þér afslátt í formi inneignar hjá Símanum! Eina sem þarf er að versla við þau. Þetta er tær snilld sem bjargar ekki aðeins deginum þínum heldur getur rétt fjárhaginn af þann mánuðinn.
Hvernig fyndist þér að fá borgað fyrir að kaupa djús á Lemon eða snyrtivörurnar hjá Body Shop? Fyrir hvern þúsundkall hjá tugum fyrirtækja fást 100 krónur í inneign. Hugbúnaður GoMobile safnar inneignunum saman og nýtast þær til að greiða fyrir þjónustu, afþreyingu og búnað hjá Símanum.

gomobile appidHægt er að fjárfesta í yfirhöfn hjá Kormáki og Skyldi fyrir til dæmis fimmtíu þúsund krónur og setja fimm þúsund krónurnar upp í nýjan iPhone, eða greiða áskrift að Sjónvarpi Símans í nærri þrjá mánuði – í boði verslunarinnar.
Gallabuxur í GK fyrir fimmtán þúsund greiða Spotify Premium áskrift þann mánuðinn. Sum fyrirtækin bjóða hlutfallslega lægri afslátt en tíu prósent en hver króna telur. Skeljungur og Orkan bensínstöðvar bjóða til dæmis afslátt ofan á bensínlyklana sína.

Hvað gerum við? Sækjum appið GoMobile inneignarkerfi í Play- eða App Store. Eða á heimasíðu GoMobile. Tengjum kreditkortið okkar við – já, öruggt – og verslum á réttum stöðum. Réttu fyrirtækin leggja svo inn á app hvers og eins hluta af verði vörunnar sem keypt var og eina sem eftir stendur er að ákveða hvað eigi að kaupa fyrir peninginn… aftur. Ókeypis peningar? Nei, ekkert er ókeypis í þessum heimi. Þeir eru í boði fyrirtækjanna sem listuð eru upp í appinu.

Ekkert er greitt fyrir appið í þrjá mánuði, eftir það færast 195 króna tengigjald á kortið á mánuði. Prufaðu þig áfram og á þriðja mánuði ættir þú að vera viss um að appið safnar fyrir þig peningum.

Sjáðu.

Heyrðu Hálfdán Steinþórsson hjá Gomobile skýra málið í Bítið á Bylgjunni.