Allt

4G í Hvalfirði

04/04/2014 • By

4G HvalfirðiSíminn hefur sett upp 4G í Hvalfirði. Stöðin stendur á Svarfhólshálsi og dekkar fjörðinn vel. Á næstu dögum verður einnig sett upp 4G í Borgarnesi.

Síminn hefur ekki aðeins sett upp 4G samband í Hvalfirði, heldur einnig á Selfossi, Akureyri, í Skorradal, Grímsnesi, Vestmannaeyjum og við Þingvallavatn. Auk þess er sambandið á höfuðborgarsvæðinu að verða nokkuð þétt. 4G kerfi Símans vex með hverjum deginum sem líður.

Ljóst er að sífellt fleiri landsmenn eru tilbúnir fyrir 4G tæknina. Yfir helmingur seldra síma fyrir jólin voru 4G símar. Nú er svo komið að yfir tíu prósent viðskiptavina Símans eru með 4G símtæki en þeir voru aðeins tvö prósent á landsvísu í upphafi árs 2013. Þetta er frábær þróun og hröð þessa dagana og tekur uppbygging Símans mið af henni.